Jürgen Stark stjórnarmaður í evrópska seðlabankanum, segir bankann ekki styðja einhliða upptöku evru. “Ríki sem taka evruna upp einhliða, gera það á eigin ábyrgð og eigin hættu, án þess að skuldbinda sig gagnvart Evrópusambandinu eða evrópska seðlabankanum.

Jürgen sagði hins vegar að einhliða upptaka evrunnar gæti falið í sér kosti. Með upptöku hennar og það af leiðandi innleiðingu trúverðugleika evrópska seðlabankans gæti verðbólga sem og vextir í viðkomandi ríki lækkað. Slíkt væri þó háð því að efnahagslegur stöðuleiki ríkti í því ríki fyrir einhliða upptöku.  Hann sagði hins vegar að slík upptaka gæti haft alvarlega afleiðingar í för með sér og lagði áherslu á að einhliða upptaka væri ekki skjót lausn á vandamálum ríkja.