David Einhorn, eigandi Greenlight Capital og einn þekktasti vogunarsjóðsstjóri Bandaríkjanna, veðjar á að skuldir Bandaríska ríkissjóðsins muni lækka og að gull muni hækka.

Einhorn segir Greenlight Capital hafa gert breytingar á eignasamsetningu macro sjóðsins, til þess að bregðast við úrslitum kosninganna.

Helstu breytingarnar fólu í sér að fækka og hreinlega skortselja erlendar ríkisskuldir í eignasafninu. Ekki er þó víst hvaða löndum hann veðjar gegn.

Þó svo að gull sé ekki búið að skila Einhorn miklu undanfarið, er hann bjartsýnn á hækkanir til langs tíma litið. Einhorn telur til að mynda að verðbólga geti farið af stað með aukinni fjárfestingu hins opinbera, t.d. í innviðum.