*

föstudagur, 21. janúar 2022
Innlent 1. desember 2021 18:03

Einhugur um 0,5% vaxtahækkun

Nefndarmenn peningastefnunefndar hafa ekki alltaf verið sammála um vaxtaákvarðanir, en einhugur ríkti í þetta skiptið.

Ritstjórn
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Allir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands studdu tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í nýútkominni fundargerð peningastefnunefndar.

Það hefur ekki alltaf ríkt einhugur í peningastefnunefnd um vaxtaákvarðanir. Tveir nefndarmenn vildu meðal annars hækka stýrivexti umfram það sem nefndin ákvað á vaxtaákvörðunardögunum 25. ágúst og 6. október. Það voru þeir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá á sínum tíma.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr 1,5% í 2,0% fyrir tveimur vikum síðan. Stýrivextir hafa verið í hækkunarferli frá því í maí.