Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir veitingareksturinn í IKEA hafa gengið vonum framar enda sé sama hugmyndafræði á bakvið veitingareksturinn og IKEA þar sem verðið er lágt en magnið mikið. Tekist hefur að halda verðinu í lágmarki þar sem mest er af innlenndum matvörum á boðstólum. „Við teljum þetta hugmyndafræði sem hefur smellpassað. Því fleiri sem versla hjá okkur því ódýrari verður maturinn því við erum að selja mikið og birgjarnir geta því boðið okkur hagstæðari kjör. Þetta er eins og viðskiptafræðin á að virka.“ IKEA er eins og er eini staðurinn í Garðabæ sem hefur vínveitingaleyfi og Þorvaldur segir sömu nálgun gilda í sölu á gosdrykkjum og áfengum drykkjum. „Það eru engin rök fyrir því að leggja meira á bjór en gos því kostnaðurinn við söluna er sá sami.“