Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt umsókn um atvinnulóð frá Einingaverksmiðjunni ehf. í Þorlákshöfn. Hyggst fyrirtækið flytja starfsemi sína þangað.

Við gerð aðalskipulags sveitarfélagsins Ölfuss sem staðfest var af umhverfisráðherra í janúar 2005 er tekið frá land undir atvinnustarfsemi.

Þar sem Einingaverksmiðjan ehf sækir um atvinnulóð er ekki gert ráð fyrir íbúða- eða atvinnulóðum á skipulagi. Bæjarstjórn segist í samþykkt sinni vera tilbúin til viðræðna við fyrirtækið um úthlutun á lóð undir starfsemi þess á skipulögðu svæði.