170 ný einkahlutafélög voru skráð í marsmánuði síðastliðnum. Þetta er 12 félögum meira en voru skráð í mars í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var fjöldi nýskráninga 497 borið saman við 460 á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Aukningin nemur 8% á milli ára.

Fyrirtækin voru flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Á sama tíma voru 80 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Fyrirtækin voru flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var 221 fyrirtæki tekið til gjaldþrotaskipta. Þau voru 354 á fyrstu þremur mánuðum og nemur fækkunin því tæpum 38% á milli ára.