Áræðni, ný hugsun og djörf framtíðarsýn. Það er þetta sem þarf að hafa að leiðarljósi núna til þess að rjúfa kyrrstöðu og búa Ísland undir framtíðina,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um þau skilaboð sem hann vill helst að stjórnmálamenn og aðrir taki með sér af Iðnþingi sem fram fer í dag.

Mikið hefur verið rætt um að koma fjórðu stoðinni inn í hagkerfi landsins sem byggir á nýsköpun og hugverkadrifnum útflutningi. Hins vegar benda Samtök iðnaðarins á það í nýrri skýrslu um samkeppnishæfni sem gefin er út í tilefni þingsins að fjöldi einkaleyfaumsókna vegna tæknilegra uppfinninga hafi minnkað um 40% frá árinu 2007 til ársins 2017.

„Þetta auðvitað sýnir það að sýnin um fjórðu stoðina er ekki að ganga eftir. Þetta er ein birtingarmynd þess. Önnur birtingarmynd er í útflutningstölunum. Í nýlegri skýrslu Alþjóðabankans er bent á það að þeir þættir sem helst ákvarða breytingar í samkeppnishæfni séu innviðir, menntun, nýsköpun og skilvirkni markaða ásamt stofnanaumhverfi. Þetta er ástæðan fyrir því að við hjá Samtökum iðnaðarins leggjum áherslu á menntun, nýsköpun, innviði og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum sviðum skila sér beint í aukinni framleiðni og aukinni samkeppnishæfni sem þýðir bætt lífsgæði fyrir alla. Þannig að þetta er ekki bara einkamál atvinnulífsins heldur lykilatriði fyrir alla sem hér búa,“ segir Sigurður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .