Stefnumótavefurinn Einkamál. is var seldur í viðskiptum upp á 45 milljónir króna á árinu 2011 en þar af var kaupverðið 14,7 milljónir. Kaupendur voru stjórnendur D3 miðla sem áður rak einkamál.is en D3 miðlar reka áfram tónlistarveituna Tónlist. is.

D3 miðlar er í dag og var á þessum tíma dótturfélag Senu. Sena er stærsti útgefandi tónlistar hér á landi auk þess sem það rekur þrjú kvikmyndahús; Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó. Reksturinn var seldur til þeirra Engilberts Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra D3 miðla, og Magnúsar Guðmanns Jónssonar, fjármálastjóra Senu, og var undirritaður kaupsamningur þess efnis í lok árs 2010 en kaupverðið var að fullu greitt á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi D3.

„Ástæðan fyrir sölunni er sú að okkur er annt um ímynd okkar. Við erum að framleiða afþreyingarefni fyrir unglinga og fjölskyldur og allan almenning á hverjum einasta degi. Eftir að hafa farið í gegnum stefnumótun árið 2010 sáum við að þetta var ekki kjarninn í okkar rekstri,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér fyrir ofan.