Þrátt fyrir veikt gengi krónunnar hefur einkaneysla verið stöðugt að aukast frá ársbyrjun 2011. Aukin neysla kallar á meiri innflutning og því má segja að veikt gengi sé ekki að draga úr innflutningi.

Þrátt fyrir að gengið hafi verið að veikjast að undanförnu á milli ára hefur ekki dregið úr einkaneyslu, hvað þá innflutningi. Kristrún Frostadóttir, hjá Greiningardeild Arion banka, segir þetta vísbendingu um að almenningur sé e.t.v. að sætta sig við ástand krónunnar. Hún bendir á að þetta sé ekki góð þróun ef áætlunin er að safna gjaldeyri og greiða af erlendum skuldum þjóðarbúsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.