Einkaneysla bandarísku þjóðarinnar, sem hefur haldið hagkerfinu þar í landi uppi mitt í húsnæðismarkaðskrísunni, jókst í febrúar.  Aukingin nam 0,1%, sem minnsta aukning sem mælst hefur í meira en ár, en Bloomberg greinir svo frá.

Einkaneyslan jókst um 0,4% í janúar, að því er kom fram í tölum frá viðskiptaráðuneytinu. Fyrir stuttu var sagt frá því að væntingar bandarískra neytenda hafa ekki verið jafnlágar í 16 ár. Fram kemur í frétt Bloomberg að jákvæðu fréttirnar séu þær að verðbólguhorfur hafi batnað lítillega.

Einkaneysla nemur meira en tveimur þriðju landsframleiðslu Bandaríkjanna. Í kjölfar þess að nýjar tölur voru gerðar opinberar brást J.C. Penney, þriðja stærsta vöruhús Bandaríkjanna við með því að draga saman hagnaðarspá sína.