Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4% í seinasta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu viðskiptaráðuneytisins. Tekjur hækkuðu minna en búist var við, og það um einungis 0,2%. Einkaneysla hefur ekki aukist jafn mikið frá því árið 2014.

Lágur fjármagnskostnaður og lítil verðbólga virðist einnig valda því að Bandaríkjamenn spara minna en áður.