Einkaneysla landsmanna er á blússandi siglinu og hefur aukist mikið í gegnum faraldurinn, samkvæmt greiningu Íslandsbanka á kortaveltugögnum Seðlabankans.

Innlend kortavelta jókst um 17% í desembermánuði síðastliðnum miðað við sama mánuð árið 2020 og um 14% ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga. Kortaveltan jókst jafnframt um 7% frá desember 2019.

kortavelta
kortavelta
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Eyðsla í tónleika, leikhús og aðra viðburði jókst um 123% í desembermánuði 2021 miðað við desember 2020, en landsmenn voru duglegir að sækja ýmis konar viðburði í nýliðnum mánuði. Þegar faraldurinn var í hæstu hæðum í desember 2020 var lítið svigrúm til skemmtanahalda og það ríktu miklar takmarkanir.

Aukinn ferðahugur

Gríðarlega mikill munur mælist á þróun kortaveltu innanland og erlendis. Í desember jókst kortavelda innanlands um 7% á meðan kortavelta erlendis jókst um 84% að raunvirði frá sama mánuði 2020. Lítið var um ferðalög yfirhöfuð á seinni hluta árs 2020, en á árinu 2021 hafa utanlandsferðir aukist mjög mikið og faraldurinn ekki haft eins mikil áhrif á ferðahug landsmanna. Samkvæmt Greiningu Íslandsbanka mun vöxturinn halda áfram, en það velti þó á þróun faraldursins um allan heim. Gögn Seðlabankans sýna auk þess að kortavelta tengd ferðaskrifstofum jókst um 285% mili ára.

Kortaveltatölurnar gefa góð fyrirheit um stöðu einkaneyslu hér á landi, en hún dróst saman um 3% að raunvirði árið 2020. Á fyrstu 9 mánuðum 2021 jókst hún um 5,4%, en Greining Íslandsbanka áætlar að einkaneyslan fyrir allt árið muni mælast enn hærri þegar síðustu 3 mánuðir ársins eru teknir með. Atvinnuleysi er minnkandi, kaupmáttur launa hefur vaxið töluvert þrátt fyrir verðbólguna og áhrif faraldursins hefur sífellt minni áhrif á líf fólks.