*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 18. júní 2019 11:22

Einkaneyslan réttir úr kútnum

Einkaneysla landsmanna virðist hafa rétt heldur úr kútnum á vormánuðum ef marka má þróun kortaveltu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Einkaneysla landsmanna virðist hafa rétt heldur úr kútnum á vormánuðum ef marka má þróun kortaveltu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar segir að vöxtur einkaneyslu verði þó með minna móti í ár enda eru skilyrði í hagkerfinu til skemmri tíma óhagstæðari en verið hefur síðustu ár.

Hægari einkaneysluvöxtur í kortunum

„Kortveltutölur maímánaðar bera með sér að neyslugleði landsmanna hafi eitthvað tekið við sér með vori í lofti. Var raunaukning kortaveltunnar að jafnaði 1,8% í apríl og maí frá sama tíma í fyrra, samanborið við 0,8% vöxt á fyrsta fjórðungi ársins," segir í Korninu.

„Þetta virðist einnig ríma allvel við þróun væntinga heimilanna, en Væntingavísitala Gallup var að jafnaði  nærri 14 stigum hærri í apríl og maí en hún var á lokafjórðungi síðasta árs."

Þá segir jafnframt að hægur vöxtur einkaneyslu þurfi alls ekki að þýða harðindi fyrir landsmenn. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is