Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hefur fengið samþykki bæjarráðs til þess að undirrita samkomulag við fyrirtækið MCPB ehf. Fyrirtækið, sem er í aðaleigu Bubanks Holding BV í Hollandi, undirbýr nú uppbygginguna með spænska hjartalækninum dr. Pedro Brugada.

Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins er um að ræða 54 milljarða króna fjárfestingu. Spítalinn mun ekki koma til með að hafa mikil áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið, þar sem hann er einungis áætlaður erlendum sjúklingum.