Einkaþotum er farið að fjölga eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Einar Hrafn Jónsson, rekstrarstjóri BIRK Flight Services, sem sinnir þjónustu við einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli, segir í viðtali við blaðið að nú þegar sé mest að gera sé von á frá sex upp í 15 vélar á dag.

Einar segir marga aðkomumenn vera að koma í laxinn um þessar mundir. Hann bendir þó á að það séu ekki bara frægir og ríkir sem kaupi þjónustu af BIRK heldur koma nokkrar vélar vikulega sem tengjast sjúkraflugi og líffæraflutningum.