*

sunnudagur, 20. júní 2021
Erlent 12. september 2013 10:45

Einkavæðing póstsins hefst á næstu vikum

Breska ríkisstjórnin mun loks hrynda hugmyndum sínum frá 2010, að einkavæða Royal Mail.

Ritstjórn

Breska ríkisstjórnin mun selja hlutabréf í breska póstinum, Royal Mail, á næstu vikum. Þetta var tilkynnt í morgun. Vince Cable viðskiptaráðherra tilkynnti fyrst um fyrirætlanirnar haustið 2010.

Félagið verður skráð í bresku kauphöllina og hefur ríkisstjórnin ekki ákveðið hversu stóran hlut hún selur við skráninguna. 

Eins og flestar opinberar póstþjónustur hefur Royal Mail gengið mjög illa undanfarin ár. Starfsmönnum póstsins hefur fækkað yfir 65.000 frá árinu 2002 og er skýringin mun færri póstsendingar.

Forsvarsmenn póstsins spáðu því árið 2005 að bréfpóstsendingum myndif ækka um helming á árunum 2006 til 2014.

Royal Mail ehafði einokun á póstþjónusta til ársins 2006.