Franskir dómstólar úrskurðuðu í dag að lög um einkavæðingu gasfyrirtækisins Gaz de France bryti ekki í bága við stjórnarskrá landsins, segir í frétt Dow Jones.

Í úrskurðinum eru þó nokkrir fyrirvarar og setti það sem skilyrði að sala á GdF færi ekki fram fyrr en markaðsvæðingu orkugeirans í Frakklandi væri lokið, en áætlað er að henni verði lokið í júlí 2007.

Dómstóllinn segir að þessir fyrirvara ættu ekki að koma í veg fyrir samruna við Suez, en af honum getur þó ekki orðið fyrr en GdF hefur verið selt. Við samruna við Suez yrði til stærsta orkufyrirtæki Evrópu.

Jafnaðarmenn höfðu áður kært sölu GdF og segja að samkvæmt stjórnarskrá Frakklands, verði orkufyrirtæki að vera í ríkiseign.