Löng hefð er fyrir því að ríki í Bandaríkjunum reki dýragarða og umönnunarsvæði fyrir dýr af ýmsum tegundum. Þetta á ekki síst við um landbúnaðarsvæði.

Yfirvöld í Oroville, bæjar í Kaliforníu, íhuga nú að selja til einkaaðila stórt svæði þar sem dýr eru til umönnunar. Þangað koma hundruð þúsundir gesta á hverju ári, en þrátt fyrir það hefur reksturinn verið þungur. Mikil verðmæti liggja þó í svæðinu og vonast yfirvöld til að geta fengið um 200 milljónir dollara fyrir það, um 23 milljarða króna.

Sum ríki Bandaríkjanna eru mörg hver á barmi gjaldþrots.  Í þessu árferði hafa pólitískir leiðtogar margra ríkja ákveðið að grípa til stórfelldrar sölu á eignum hins opinbera. Tímaritið Time tók saman lista yfir aðgerðir sem nú eru í undirbúningi.