Auðlindir í New York ríki er meðal annars að finna í jörðu, nánar tiltekið í jarðgasi. Þær er til dæmis að finna á Marcellus Shale svæðinu.

Ríkið er nú að skoða hvort skynsamlegt sé að selja þessi landsvæði til hæstbjóðanda. Umhverfisverndarsinnar hafa mótmælt því og telja söluna á svæðinu ábyrgðarlausa. En ríkið gæti hugsanlega fengið yfir þrjá milljarða dollara fyrir það. Þeir peningar kæmu sér vel.

Sum ríki Bandaríkjanna eru mörg hver á barmi gjaldþrots.  Í þessu árferði hafa pólitískir leiðtogar margra ríkja ákveðið að grípa til stórfelldrar sölu á eignum hins opinbera. Tímaritið Time tók saman lista yfir aðgerðir sem nú eru í undirbúningi.