Spánverjar leita nú allra leiða að lækka fjárlagahallann á ríkissjóði sínum.  Stjórnvöld hyggjast m.a. hækka skatta á tóbak.  Þetta kemur á vef BBC.

Fyrr í vikunni tilkynntu spænsk stjórnvöld að þau ætli að selja hlutabréf sín spænskum flugvöllum og hlut sinn í þjóðarlóttóinu til að grynnka að skuldum ríkissjóðsins.  Einnig eru hugmyndir um að hækka skatta á tóbak umtalsvert.

Hallinn á ríkissjóði Spánar var 11,1% af þjóðarframleiðslu í fyrra, sem er með því mesta sem gerist innan ESB.  Markmið stjórnvalda er að lækka hann á næsta ári niður í 6%.  Það einfaldar ekki málið að atvinnuleysi í landinu er um 20% sem er það mesta innan ESB.