Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur sent öllum þeim sem sendu inn tilboð vegna sölu Símans bréf þar sem áréttuð eru ákvæði um trúnaðarsamninga. Í bréfinu segir: ?Ástæða er til að árétta það að hvers konar brot á trúnaðarsamningum mun verða litið mjög alvarlegum augum og getur leitt til þess að hugsanlegir fjárfestar verði útilokaðir frá þátttöku í söluferlinu án frekari fyrirvara."

Bréf þetta var sent út í gær til allra þeirra fjárfesta sem lýst höfðu áhuga á fjárfestingu í Landssíma Íslands hf. og undirritað trúnaðarsamning.

Í áréttingarbréfi einkavæðingarnefndar segir að tilteknar upplýsingar um söluferlið hafi þann 17. ? 19. maí verið gerðar opinberar í fjölmiðlum af fjárfestum sem undirritað hafa trúnaðarsamninga án þess að nefndin hafi veitt fyrirfram heimild til þess.