Það virðist vera einkunnaverðbólga í sumum grunnskólum landsins. Vegna þessa er erfitt fyrir framhaldsskóla að meta kunnáttu og getu nemenda þegar þeir sækja um skólavist eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Linda Rós Mikaelsdóttir, starfandi rektor Menntaskólans í Reykjavík segir að eftir að hætt var að velja nemendur í framhaldsskóla á grundvelli samræmdra prófa hafi orðið erfiðara að meta getu umsækjenda. Virðist sem einkunnir úr grunnskólum gefi ranga mynd af raunverulegri stöðu nemenda. Linda Rós segir enn fremur að verið sé að blekkja nemendur því síðar komi í ljós að þeir hafi ekki þann grunn sem gefið er til kynna að þeir hafi. Það geti leitt til hruns á sjálfsmati og niðurbrot fyrir einstaklinginn.