Meðalfjarvistir vegna veikinda á vinnustöðum eru tæp 4% að jafnaði. Þetta jafngildir því um 9 virkum vinnudögum á ári hjá hverjum starfsmanni miðað við 240 starfsdaga.

Þetta skrifar Atli Einarsson, trúnaðarlæknir hjá Vinnuvernd, í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Atli segir meðalfjarvistir vegna veikinda jafngilda því að á hverjum 25 starfsmanna vinnustað sé að jafnaði 1 starfsmaður frá vegna veikinda. Þarna er um að ræða bæði skammtíma- og langtímaveikindi auk veikinda vegna barna. Það er síðan afar misjafnt meðal fyrirtækja og jafnvel starfstöðva hve veikindafjarvistir eru miklar og eru dæmi um fyrirtæki þar sem fjarvistir eru um 2% og síðan alveg upp í 15%.+

Grein Atli Einarssonar