Á fyrstu árunum eftir efnahagshrun fjölgaði mjög á vanskilaskrá. Síðustu þrjú ár hefur fækkað nokkuð á skránni en þó eru þar enn um 24 þúsund einstaklingar, eða um tíu prósent fullorðinna Íslendinga. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Þar er einnig tekið fram að þetta gæti verið vísbending um það að margir búi við þröngan fjárhag og gætu því haft takmarkaða neyslugetur þrátt fyrir auknar tekjur. Þó er gert ráð fyrir því ef að efnahagsbatinn vari lengur fækki þar með enn frekar á vanskilaskrá og einkaneysla sem hlutfall af rástöfunartekna geti því aukist meira.