Meira en einn af hverjum tíu vogunarsjóðum mun fara á hausinn á þessu ári. Þessu spáir Peter Clarke, forstjóri Man Group, stærsta skráða vogunarsjóðs heimsins, í samtali við Financial Times. Hann segir einnig að afleiðingar lausafjárþurrðarinnar á fjármálamörkuðum hafi orðið til þess að mun erfiðara sé að koma á fót nýjum vogunarsjóðum, en næstum þriðungur slíkra sjóða hefur þurft að hætta starfsemi á undanförnum misserum.

Sjá erlendar fréttir Viðskiptablaðsins.