Hagfræðingurinn Gary S. Becker, lést í Chicago í Bandaríkjunum á laugardag eftir að hafa glímt lengi við veikindi. Hann var 83 ára að aldri. Becker var einn Chicago-hagfræðinganna svokölluðu og var hann forseti Mont Pélerin-samtakanna á árunum 1990 til 1992. Sama ár og hann hætti sem forseti þeirra hlaut hann Nóbelsverðlaun í hagfræði.

Becker er þekktastur fyrir kenningar sínar um hagfræði daglegs lífs, s.s. um áhrif mismununar í mannaráðningum vegna kynþátta, glæpahneigð og kostnað samfélagsins af glæpahneigð og ýmsir þættir sem segja má að sé hagfræðileg nálgun á fjölskylduna.

Lesa má nánar um Gary S. Becker á heimasíðu hans og glugga í nokkur verka hans þar.