Aðeins einn banki, Landsbanki í Austurstræti, verður í miðborg Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Bankaútibúum fækkar um 15 á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2008 en þá voru bankaútibúin 40 talsins. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í lok sumars verða útibúin á höfuðborgarsvæðinu samtals 25.

Eftir breytingarnar verður Íslandsbanki með flest útibú á höfuðborgarsvæðinu. Fæst útibú eru hjá Landsbankanum en þau eru sjö talsins á höfuðborgarsvæðinu. Eftir sameiningu útibúa Arion banka í Borgartún 18 verða þau átta talsins á höfuðborgarsvæðinu.