Hafnar eru formlegar viðræður við íslenskan aðila um sölu á Jarðborunum hf. Eigandi Jarðborana nú er Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka. Í tilkynningu frá Miðengi kemur fram að alls hafi borist sautján óskuldbindandi tilboð í Jarðboranir eftir að söluferlið hófst í ágúst síðastliðinn. Stjórn Miðengis ákvað að hleypa sex aðilum áfram í aðra umferð söluferlisins þar sem tilboðsgjafar fengu aðgang að frekari upplýsingum um félagið, sem og kynningu með stjórnendum þess. Í lok október bárust fimm skuldbindandi tilboð í eignarhlutinn. Miðengi hefur nú hafið formlegar viðræður við íslenskan aðila sem átti hagstæðasta tilboðið.

Ferlinu er ekki lokið þar sem ekki hefur verið gengið að tilboðinu. Þá á einnig eftir staðfesta áreiðanleika upplýsinga í kostgæfniathugunum sem framkvæmdar hafa verið. Stefnt er að því að ljúka ferlinu fyrir áramót en þar sem enn á eftir að ganga frá ýmsum veigamiklum atriðum er ekki útilokað að aðrir tilboðsgjafar komi aftur að söluferlinu áður en yfir lýkur.

Þeistareykir
Þeistareykir
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)