Einn þekktasti sagnfræðingur nútímans, Niall Ferguson, heldur hádegisverðarfund í boði Kaupþings næstkomandi föstudag. Fyrirlesturinn ber heitið: Er alþjóðavæðingin varanleg? Þar mun Ferguson greina sjórnmálalega áhættu í heiminum í dag, fjármagnshreyfingar og þverstæður markaða nútímans.

Niall Ferguson er prófessor í sögu við Harvard háskóla en hann er jafnframt afkastamikill fræðimaður. Hann skrifar reglulega um málefni líðandi stundar, stjórnmál og hagfræði, í dagblöð beggja vegna Atlantsála. Meðal bóka hans má nefna Colossus, The War of the World og The Cash Nexus.

Hagsögurannsóknir Ferguson eru einkar áhugaverðar og óhætt að segja að þær hafi opnað mönnum sýn á áhættuþætti nútímahagkerfa.

Fyrirlestur hans er í hádeginu á föstudaginn á Nordica hóteli.