Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur um menntun æðstu ráðamanna.

Hafa þannig margir bent á að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri er lögfræðingur að mennt talsvert hefur verið um það skrifað, bæði hérlendis og erlendis að nauðsynlegt sé að seðlabankastjóri sé menntaður hagfræðingur.

Samkvæmt þingmannatali á vef Alþingis er aðeins einn ráðherra í ríkisstjórninni er menntaður hagfræðingur en það er Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Þá eru tveir lögfræðingar í ríkisstjórn, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra.

Af menntun annarra ráðherra er það að segja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra er menntaður sagn- og bókmennafræðingur, Árni M. Matthiesen, fjármálaráðherra er menntaður dýralæknir og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra er menntaður heimspekingur.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra starfaði áður sem flugfreyja, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra er líffræðingur að mennt og Kristján L. Möller, samgönguráðherra er íþróttakennari.

Þá eru þrír ráðherrar stjórnmálafræðingar að mennt, þeir Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra.