Að minnsta kosti einn maður lést þegar fjölbýlishús sprakk í Harlem í New York í Bandaríkjunum. Sjónvarpsstöð á staðnum segir að 11 manns hafi slasast.

Lestarferðir um Grand Central lestarstöðina hafa legið niðri vegna atburðarins. Slökkviliðið lýsti yfir hæsta viðbúnaðarstigi og eru 168 slökkviliðsmenn frá yfir 30 slökkvistöðvum að berjast við eldinn sem blossaði upp.

Vísbendingar eru um að sprengingin hafi orðið út frá gasleka.