Í einu tilfelli hafa laun forstjóra lækkað en það er í tilfelli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. Árið 2016 voru þau 1.279 þúsund krónum en þau voru 1.425 þúsund krónur í fyrra. Afkoma félagsins hefur aftur á móti ekki verið með besta móti – saga þess hefur verið lituð af deildum við Þjóðskrá um fasteignamat – og gestir í ár með minnsta móti sökum ferðalags kórónaveirunnar. Launin hafa í ár lækkað um 270 þúsund krónur frá því sem var í fyrra. Í einu tilfelli hafa þau síðan verið óbreytt en framkvæmdastjóri Rannsóknaog háskólanets Íslands hf. hefur haft 832 þúsund krónur í laun öll árin.

Alls tók fyrirspurn blaðsins til 38 starfa en svör bárust fyrir 22 þeirra. Í einhverjum tilfellum var um að ræða dótturfélög opinberra hlutafélaga og hafði FJR ekki upplýsingar um laun stjórnenda þar. Í einhverjum tilfellum höfðu stofnanir verið lagðar niður eða hafa ekki starfandi framkvæmdastjóra. Það átti til að mynda við um Vísindagarða HÍ, Rarik Orkuþróun ehf. og Bjargráðasjóð. Laun forstjóra Isavia hækkað um 87%

Einn fengið viðbótarlaun

Fyrirspurn Viðskiptablaðsins laut einnig að kjörum stjórnenda ríkisstofnana en í maí sagði blaðið frá því að laun þeirra hefðu hækkað um 6,3% þann 1. apríl síðastliðinn. Þar var á ferð lögákveðin hækkun í samræmi við launavísitölubreytingu en skömmu áður hafði verið sagt frá því að hækkun þjóðkjörinna embættismanna, vegna breytinga árið 2019, hafi verið fryst. Í svari FJR kemur fram að ekki séu fyrirhugaðar frekari hækkanir á árinu. Einnig kom fram að ráðuneytið að einn forstöðumaður hefði fengið greidd viðbótarlaun vegna sérstaks álags í starfi. Sú hljóðaði upp á 1,1 milljón króna og rann til forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands vegna sýningarinnar Vatnið í náttúru Íslands, sem sett var upp í Perlunni árið 2018.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .