*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 14. ágúst 2017 12:32

Einn sá yngsti í Evrópu

Flugfloti WOW air er sá fjórði yngsti í Evrópu.

Ritstjórn
Airbus A321 neo vél WOW air.
Aðsend mynd

Í júlímánuði varð WOW air fyrsta flugfélagið í Evrópu til að taka í notkun nýja Airbus A321 neo vél. Samkvæmt frétt Túrista voru þær vélar félagsins sem fyrir voru einnig lítið notaðar. Samkvæmt samantekt CH-Aviation er meðalaldur flugflota WOW einungis 2,05 ár.

Flugfloti WOW air er þar með sá fjórði yngsti í Evrópu. Yngsti flotinn er hjá breska hluta Norwegian flugfélagsins en þær meðalaldur véla félagsins er 0,99 ár. Í örðu sæti kemur Eurowings með meðalaldur upp á 1,77 ár og í þriðja sæti kemur Swiss Global Air Lines en meðalaldur véla félagsins er 1,78 ár. 

Þess má geta að Bretlandshluti Norwegian flýgur til Íslands frá London Gatwick yfir vetrarmánuðina. Þá er Eurowings einnig með áætlunarflug til Íslands en þó aðeins yfir sumarmánuðina.

Stikkorð: Norwegian WOW air Eurowings Flugfloti
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is