Bankaráð Englandsbanka felldi tillögu David Blanchflower um að hækka stýrivexti. Atkvæði féllu 8 gegn 1.

Munu stýrivextir Englandsbanka haldast óbreyttir, eða 5%, í þessum mánuði.

Daily Telegraph greinir frá þessu.

Verðbólga náði 3,3% á Englandi í maí. Þurfti bankastjórinn, Mervyn King, að gefa ríkisstjórninni skriflega útskýringu á stöðu mála. Það er aðeins í annað skiptið í meira en áratug sem þess gerist þörf. Verðbólgumarkmið Englandsbanka er 2%.

Óttast stjórnendur bankans að verðbólga nái 4 prósentustigum á þessu ári.