Bear Sterns átti sér glæsta sögu þar til um mitt síðasta sumar. Bankinn var stofnaður árið 1923 og var upphaflega verðbréfafyrirtæki. Félagið lifði af kreppuna miklu sem skall á í lok þriðja áratugarins í Bandaríkjunum, og hóf í kjölfarið uppbyggingu sem gerði Bear Stearns að einum stærsta fjárfestingarbanka Bandaríkjanna.

Markaðsvirði bankans þegar hæst var í fyrra var um 1500 milljónir dollara, og því er ljóst að JPMorgan Chase fær alla starfsemi Bear Stearns á útsöluverði. Verðið er næstum 100% lægra en við áramót og um 93% lægra en við við lok síðasta viðskiptadags með bréf bankans. Bear Stearns er með höfuðstöðvar á besta stað í New York og hefur því heyrst fleygt að höfuðstöðvarnar séu í raun kaupanna virði.

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .