Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, er enn sá eini sem hefur lýst því yfir að hann hyggist flytja til Akureyrar þegar höfuðstöðvar Fiskistofu verða fluttar. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. Þetta staðfestir Inga Þóra Þórisdóttir, starfsmannastjóri stofnunarinnar.

„Starfsfólkið er bara að leita sér að vinnu annars staðar. Margir eru að vinna í því að uppfæra ferilskrána sína,“ segir Inga. Hún segir einn starfsmann þegar vera hættan hjá Fiskistofu og leitar nú að vinnu annars staðar.

Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi sem heimili flutning stofnunarinnar, en í ljós hafi komið að flutningurinn teljist líklega ólögmætur eftir að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin.