Franski lögmaðurinn Olivier Metzner fannst látinn í morgun. Lögreglan telur að um sjálfsvíg hafi verið ræða en bréf fannst á heimili hans. Rannsókn stendur yfir en ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

Lík Metzner, sem var 63 ára gamall, fannst í flæðarmálinu við einkaeyju hans  við Bretagneskaga.

Metzner var einn þekkasti sakamálalögfræðingur Frakkalands. Hann varði m.a. Dominique de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og Jerome Kerviel miðalara hjá stórbankanum Société Générale sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið bankanum hundruð milljarða króna.