Einn þekktasti sálfræðingur í heimi mun halda aðalfyrirlestur á ráðstefnu sem BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, heldur á föstudaginn. Þar er um að ræða bandaríska sálfræðinginn dr. Philip C. Kendall, sem hefur mikið skrifað um kvíða og þunglyndi barna.

Kendall mun halda tvö erindi á ráðstefnunni á föstudag. Þau kallast, upp á enska vísu annars vegar Parents and teachers working with anxious youth: „Lets not accommodate“ og hins vegar Anxiety and depression in youth: Consideration concerning comorbidity.

Auk Kendalls munu læknar, geðhjúkrunarfræðingar, og sálfræðingar á BUGL halda erindi.