Eins og fram hefur komið hafa nokkrir stjórnendur íslenskra fyrirtækja fullyrt að álag bankanna vegna gjaldeyrisviðskipta hafi aukist verulega eftir hrun en því hafa bankarnir hafnað þótt þeir viðurkenni að það hafi hækkað í krónum talið.

Þrátt fyrir að eftir því hafi verið kallað hafa hvorki Landsbankinn né Arion banki viljað gefa upp tekjur sínar af gjaldeyrisviðskiptum og þróun þeirra undanfarin misseri og ekki er hægt að nálgast þær í uppgjörum bankanna.

Íslandsbanki hefur aftur á móti einn bæði birt og gefið upp þessar tölur þegar eftir þeim var leitað.