Apple hyggst hefja framleiðslu á nýjum iPhone farsíma í lok þessa árs og mun hann fara í sölu snemma á næsta ári. Notendum Verizon wireless verður nú kleift að nota símana samkvæmt fréttamiðlinum Wall Street Journal. Hingað til hefur símafyrirtækið AT&T verið það eina sem virkar í iPhone símum.

Samkvæmt frétt Reuters um málið voru forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja, Apple og Verizon, ekki tilbúin að tjá sig opinberlega en Wall Street Journal sögðu fyrst frá.

Nýleg könnun sem gerð var af Deloitte sýndi að nærri helmingur notendur iPhone síma Apple hefur áhuga á að færa viðskipti sín til Verizon wireless en það er í eigu Verizon og Vodafone. Í dag er það ekki hægt í Bandaríkjunum, eingöngu símakort frá AT&T virka í símanum.