Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í gær opinn málfund um nýtt frumvarp um breytingar á áfengislögum. Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Pawel Bartoszek, stærðfræðingur, en hann hefur talað opinberlega gegn ríkjandi fyrirkomulagi í áfengissölu.

Á meðal þess sem kom fram í erindi Pawels var að ofneysla áfengis væri stórt vandamál á Íslandi. Takmarkað aðgengi hefur lítið að segja um að draga úr því að hans mati.

Aðrir ræðumenn á fundinum voru Vilhjálmur Árnason , Ögmundur Jónasson og Ari Matthíasson .