Hópur fólks í Suður-Kóreu kveikti í veggspjöldum og myndum af þremenningunum Kim Jong-Un, Kim Jong-il og Kim Il-sung í Seúl í Suður-Kóreu í dag. Tilefnið var að í dag eru liðin 102 ár frá fæðingu Kim Il-sung, fyrsta einræðisherra landsins.

Mótmælendur kveiktu bæði í myndunum af einræðisherrum Norður-Kóreu og máluðu slagorð gegn þeim.

Kim Il-Sung fæddist árið 1912 í Pyongyang, sem nú er höfuðborg Norður-Kóreu. Hann var skæruliði í baráttu landsins við Japani í seinni heimsstyrjöldinni og lýsti síðan yfir stofnun Alþýðuveldist Kóreu  árið 1948 og var leiðtogi ladsins fram að dánardægri árið 1994. Eins og Kim Il-Sung er lýst á Wikipediu þá varð Norður-Kóre lokaðasta land í heimi undir einræði hans. Ekkert annað land var jafn hervætt. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá kínverskum kommúnisma og áætlunarbúskap en hugmyndafræði hans enkenndist þó í miklum meiri mæli af kóreskri þjóðernishyggju. Ráðandi stjórnmála- og efnahagskenning landsins byggði á sjálfstæði og sjálfsþurft.

Eftir lát Kim Il Sungs var hann gerður að eilífum forseta samkvæmt stjórnaskránni. Sonur hans, Kim Jong-il, tók í raun öll völd í landinu 1994, og Norður-Kórea varð þá fyrsta kommúníska erfðaríkið. Lík Kim Il Sungs liggur smurt í mikilli minningarhöll í Pyongyang, höfuðborg landsins.

Sonur hans, Kim Jong-il, tók við af embættinu árið 1994. Þegar hann lést í desember árið 2011. Við embættinu tók Kim Jong-Un, sem er sagður hafa tekið frænda sína og frænkur af lífi vegna spillingar.

Hér má sjá nokkrar myndir frá mótmælunum.

© european pressphoto agency (european pressphoto agency)

© european pressphoto agency (european pressphoto agency)

© european pressphoto agency (european pressphoto agency)