Allir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabankans voru sammála ákvörðun Seðlabankastjóra í upphafi mánaðar um að halda meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% og að halda óbreyttri stefnu varðandi önnur stjórntæki að því er fram kemur í fundargerð nefndarinnar frá peningastefnunefndarfund .

Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að lægri vextir hefðu undanfarið stutt við innlenda eftirspurn og örvað húsnæðismarkaðinn verulega. Verðbólga væri hins vegar komin yfir efri fráviksmörk markmiðs og undirliggjandi verðbólga hefði áfram aukist.

Fram kom að gengislækkun krónunnar vægi enn þungt á verð innfluttrar vöru á sama tíma og verð innlendrar vöru hefur hækkað, auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefði hækkað. Taldi nefndin verðbólgu hjaðna hratt er líður á árið en að efnahagsþróun muni að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst við að ráða niðurlögum farsóttarinnar bæði hér á landi og erlendis.