Jólabókaflóðið er séríslenskt fyrirbæri sem virðist ekki vera á undanhaldi. Útgefendur skáldverka byggja bróðurpart afkomu sinnar á sölunni í nóvember og desember, og í kringum vertíðina spretta upp lítil forlög sem liggja í dvala afganginn af árinu.

Viðskiptablaðið tók púlsinn á nokkrum aðilum sem tengjast jólaflóði bókaútgáfunnar, en sérkenni vertíðarinnar í ár eru aukin prentun titla á erlendri grundu, tilkoma nýs útgáfurisa og fáar skáldsögur eftir íslenska fagurbókmenntahöfunda.

Sjá úttekt á jólabókaflóðinu á miðopnu Viðskiptablaðsins.