*

laugardagur, 6. júní 2020
Innlent 24. júní 2018 14:01

Eins og hver önnur fjárfesting

„Hvers vegna ættu fyrirtæki að vinna með upplýsingar um okkur og jafnvel deila þeim á bak við tjöldin?“ spyr forstjóri Persónuverndar.

Ritstjórn
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Haraldur Guðjónsson

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að það væru mistök að líta á nýju persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) sem ekkert annað en fjárhagslega byrði.

„Þetta er eins og hver önnur fjárfesting sem skilar ávinningi til lengri tíma litið,“ segir Helga. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hleypur kostnaðurinn við aðlögun íslenskra fyrirtækja að reglugerðinni líklega á milljörðum.

„Ávinningurinn er sá að vernd persónuupplýsinga fær aukið vægi og vinnsla þeirra fer eftir ákveðnum reglum. Einstaklingar hafa ekki haft nokkra stjórn á eigin persónuuplýsingum, en nú mun það leiðréttast,“ segir Helga.

„Hver vill skipta við fyrirtæki á tækniöld sem veit ekki hvaða persónuupplýsingar það er að vinna með og hugar ekki að öryggi þeirra? Hvers vegna ættu fyrirtæki að vinna með viðkvæmar upplýsingar sem og almennar upplýsingar um okkur og jafnvel deila þeim á bak við tjöldin?“ spyr Helga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: persónuvernd reglugerð GDPR