69% allra viðskipta með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fara fram á milli einstaklinga samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir síðasta ársfjórðung 2013. Fyrir svæðið vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík er hlutfallið 75%. Merkja má nokkra breytingu á því svæði hvað varðar sölu einstaklinga til fyrirtækja frá árinu 2011. Það ár voru þau um tvö til fimm prósent allra viðskipta en urðu mest 14% allra viðskipta á þessu svæði í lok árs 2012.

Þess má geta að á haustmánuðum 2012 var greint frá því að fasteignasjóður á vegum Gam management (GAMMA) hefði keypt um 100 íbúðir á um fjóra milljarða á nokkrum mánuðum. Hlutfall einstaklinga sem seldu fyrirtækjum íbúðir á síðasta ársfjórðungi 2013 var komið niður í um 10%.