Uppsprettan eftir Ayn Rand
Uppsprettan eftir Ayn Rand
© vb.is (vb.is)

Almenna bókafélagið hefur ákveðið að gefa út þrjár kunnustu skáldsögur Ayn Rand á næstu árum. Nú fyrir jólin kemur út Uppsprettan eða The Fountainhead í endurskoðaðri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar. Bækur Rand hafa selst í um 30 milljónum eintaka um heim allan.

Fæddist í Pétursborg

„Það má kalla það kaldhæðni eða örlög að ég fæddist í því ríki sem virti sjálfan einstaklinginn einskis og taldi réttlætanlegt að fórna honum í þágu heildarinnar,“ sagði Ayn Rand um fyrrum föðurland sitt, Rússland.

Hún fæddist í Pétursborg árið 1905 í upphafi aldar sem hefur verið kölluð öld öfganna. „Ég varð að sleppa frá Rússlandi,“ skrifaði hún seinna, „ef ég átti að komast lífs af.“ Hún komst til Bandaríkjanna 1926 eftir að hafa lært sögu landsins og séð skýjaklúfana í New York á leiktjaldi.

Nánar er fjallað um bókina Uppsprettan í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.