Einstök ölgerð ehf. hagnaðist um 2.456.850 krónur árið 2013, borið saman við 469.051 krónu tap árið 2012. Skýrist það helst af því að rekstrarhagnaður var 2,482.261 milljón í fyrra en var neikvæður um 480.937 krónur árið áður. Eignir ölgerðarinnar voru metnar á 4.823.472 krónur í fyrra en á 3.636.379 á í árslok 2012.

Handbært fé var 264.510 krónur árið 2013 en voru einungis 43.968 krónur árið áður. Einstök ölgerð er í eigu bandaríska félagsins Einstök Beer Company L.P. Stjórnarmenn eru þeir David Ross Altshuler og John Jeffrey Sichterman. Framkvæmdastjóri er Guðjón Guðmundsson. Brugghúsið er staðsett á Akureyri. Einstök white ale og Einstök doppelbock, jólabjór brugghússins, hrepptu fyrstu verðlaun í LA International bjórkeppninni í fyrra í sínum flokkum.