Ein af Apple 1 tölvunum sem Steve Jobs og Steve Wozniak, stofnendur Apple, byggðu árið 1976 verður boðin upp hjá Christie´s uppboðshúsinu í næstu viku. Apple 1 tölvan er ein af um það bil 200 eintökum sem voru framleidd en talið er að í dag séu um 30-50 eintökum sem eftir eru. Apple 1 tölvurnar komu með 8 kb vinnsluminni, milljónum sinnum minna minni en venjulegar tölvur í dag.

Tölvurnar voru seldar á 666,66 dollara árið 1976 en í síðasta mánuði fór eintak af slíkri vél á 671.400 dollara á uppboði. Í fyrra fór annað eintak á 374.500 dollara hjá Sothebys´s uppboðshúsinu. Talið er að tölvan sem nú er á uppboði er talin geta farið á yfir 500 þúsund dollara en lágmarksboð er 300 þúsund dollara.

Eigandi þessa eintaks, hinn sjötugi Ted Perry, eignaðist tölvuna árið 1979 eða 1980 þegar hann fékk tölvuna í skiptum fyrir annan tölvubúnað sem hann átti.