Einungis 16,3% þátttakenda í könnun MMR um afstöðu fólks til búvörusamninganna eru hlyntir nýju samningunum meðan 62,4% svarenda sögðust vera andvígir þeim.

Hvort tveggja eldri aldurshópar sem og stuðningsmenn Framsóknarflokksins voru líklegri til að vera fylgismenn samninganna en aðrir hópar. Voru 55% stuðningsmanna Framsóknar hlynntir samningunum, meðan stuðningsfólk Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar var líklegast til að vera andvígt samningunum, eða yfir 75% þeirra.

Af svarendum sem voru 68 ára og eldri voru 31% fylgjandi samningunum en einungis 8% þeirra sem eru 29 ára og yngri. Íbúar landsbyggðarinnar voru líklegri til að vera hlynntir samningunum, eða 28% þeirra, meðan einungis 10% íbúa höfuðborgarsvæðisins voru hlynntir samningunum.

Könnunin var framkvæmd dagana 20. til 26. september, og svöruðu 985 einstaklingar 18 ára og eldri spurningunum.